Ljósmyndir

Eftirfarandi ljósmyndir úr tónlistarferli Eyþórs Þorlákssonar voru á sýningu í Hafnarborg 14. - 30 október 2000 í tilefni af 70 ára afmæli Eyþórs Þorlákssonar.
G. O. Quintet 1946-47 1) G. O. Quintet 1946-47. Á myndinni eru Ólafur Gaukur Þórhallsson (gítar), Guðmundur Steingrímsson (trommur), Eyþór Þorláksson (kontrabassi), Gunnar Ormslev (altosax) og Steinþór Steingrímsson (píanó). G. O. Quintetinn lék víða bæði í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði og samkomusal mjólkurstöðvarinnar í Reykjavík. Hljómsveitin lék á dansæfingum hjá framhaldsskólunum á Reykjavíkursvæðinu.
Eyþór Þorláksson 1948 með Hawaii-kvartettinum 2) Eyþór Þorláksson 1948 með Hawaii-kvartettinum sem kontrabassaleikari. Hawaii-kvartetinn kom mikið fram sem skemmtiatriði á árshátíðum og einnig í revíum í Sjálfstæðishúsinu á árunum 1948-1950, ýmist með eða án söngvara. Helstu söngvarar sem komu fram með hljómsveitinni voru Haukur Morthens og Edda Skagfield.
Hawaii-kvartettinn 1948 3) Hawaii-kvartettinn 1948. Á myndinni eru Hilmar Skagfield (hawaii-gítar), Ólafur Máríusson (gítar), Haukur Morthens (söngur), Eyþór Þorláksson (gítar) og Hallur Símonarsson (kontrabassi).
Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar í Mjólkurstöðinni 1949 4) Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar í Mjólkurstöðinni 1949. Á myndinni eru Hallur Símonarson (kontrabassi), Eyþór Þorláksson (gítar), Bragi Einarsson (klarinett), Guðmundur Steingrímsson (trommur) og Magnús Pétursson (píanó).
Hljómsveit Kristáns Kristjánssonar 5) Hljómsveit Kristáns Kristjánssonar. Æft fyrir tónleika sennilega 1949. Á myndinni eru: Guðmundur R. Einarsson (trommur), Eyþór Þorláksson (kontrabassi), Baldur Kristjánsson (píanó), Skafti Sigþórsson (baritone sax), Björn R. Einarsson (básúna), Gunnar Ormslev (tenor sax), Jónas Dagbjartson (trompet) og Kristján Kristjánsson (alto sax og stjórnandi).
Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar 1950 6) Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar 1950. Á myndinni eru Svavar Gests (víbrafónn), Bragi Einarsson (klarinett), Eyþór Þorláksson (gítar), Guðmundur Steingrímsson (trommur), Hallur Símonarson (kontrabassa), og Magnús Pétursson (píanó)..
Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar 7) Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar í Oddfellowhúsinu 1950. Á myndinni eru Stefán Þorleifsson (tenor-sax), Helgi Gunnarsson (trompet), Eyþór Þorláksson (gítar), Guðmundur Steingrímsson (trommur) og Guðjón Pálsson (píanó).
KK quintet í Oddfellowhúsinu 1952 8) KK quintet í Oddfellowhúsinu 1952. Á myndinni eru Guðmundur Steingrímsson (trommur), Gunnar Reynir Sveinsson (víbrafónn), Kristján Magnússson (píanó), Kristján Kristjánsson (alto-sax) og Eyþór Þorláksson (gítar).
Stórsveit Kristjánsson 9) Stórsveit Kristjánsson sennilega 1953. Á myndinni eru:Saxar: Skafti Sigþórsson, Sveinn Ólafsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Gunnar Egilsson, Gunnar Ormslev og Kristján Kristjánsson stjórnandi.
Trompetar: Karl Jónatansson, Ágúst Elíasson, Jón Sigurðsson og Jónas Dagbjartsson.
Aftari röð: Eyþór Þorláksson (gítar), Guðmundur R. Einarsson (trommur), Jón Sigurðsson (bassi) og Magnús Pétursson (píanó). Básúnur: Halldór Einarsson, Björn R. Einarsson og Þórarinn Óskarsson.
Jazz tríó 1954 10) Jazz tríó 1954. Á myndinni eru Jón Sigurðsson (kontrabassi), Guðmundur Steingrímsson (trommur) og Eyþór Þorláksson (gítar).
Jazz kvartett á tónleikum í Austurbæjarbíó 1954 11) Jazz kvartett á tónleikum í Austurbæjarbíó 1954. Á myndinni eru Guðmundur Steingrímsson (bongos), Eyþór Þorláksson (gítar), Guðni Guðnason (harmónikka) og Jón Sigurðsson (bassi).
 KK sextettinn á jazztónleikum í Chat Noir í Oslo 1954 12) KK sextettinn á jazztónleikum í Chat Noir í Oslo 1954. Hljómsveitinn spilaði á ýmsum stöðum í Oslo svo sem Penguin jazzklúbbnum, í Danmörku í Damhus Tívolí, National Scala. Þrisvar sinnum lék hljómsveitin í danska útvarpið og komu fram í þáttunum Lördags Mik og Lykke posen. Á myndinni eru Haukur Morthens (söngur), Gunnar Reynir Sveinsson (víbrafónn), Kristján Kristjánsson (altósax), Eyþór Þorláksson (gítar), Guðmundur Steingrímsson (trommur) og Kristján Magnússon (píanó).
KK sextett í Þýskalandi 1955 13) KK sextett í Þýskalandi 1955. Á myndinni eru Kristján Magnússon (píanó), Gunnar Reynir Sveinsson (víbrafónn), Kristján Kristjánsson (alto-sax), Sigrún Jónsdóttir (söngkona), Guðmundur Steingrímsson (trommur), Eyþór Þorláksson (gítar) og Jón Sigurðsson (kontrabassi).
KK sextettin í Þýskalandi 1955 14) KK sextettin í Þýskalandi 1955. Á myndinni eru: Árni Elfar (píanó), Gunnar Reynir Sveinsson (víbrafónn), Kristján Kristjánsson (alto sax), Sigrún Jónsdóttir (söngkona), Guðmundur Steingrímsson (trommur), Sigurbjörn Ingþórsson (bassi) og Eyþór Þorláksson (gítar).
Orion Quintet í Þýskalandi 1956 15) Orion Quintet í Þýskalandi 1956. Á myndinni eru Sigurður Guðmundsson (píanó), Eyþór Þorláksson (gítar), Sigurbjörn Ingþórsson (kontrabassi), Ellý Vilhjálms (söngkona), Andrés Ingólfsson (alto-sax) og Guðjón Ingi Sigurðsson (trommur). Hljómsveitin ferðaðist um Þýskaland og Marokkó.
Orion Quintet 16) Orion Quintet í upptökusal RÚV með Hauki Morthens 1956. Á myndinni eru Sigurður Guðmundsson (píanó), Andrés Ingólfsson (alto-sax), Sigurbjörn Ingþórsson (kontrabassi), Guðjón Ingi Sigurðsson (trommur), Haukur Morthens (söngur) og Eyþór Þorláksson (gítar).
Orion á Hótel Kea 1957 17) Orion á Hótel Kea 1957. Á þessari mynd eru Hjörleifur Björnsson (kontrabassi), Gunnar Reynir Sveinsson (víbrafónn og slagverk), Andrés Ingólfsson (alto-sax), og Eyþór Þorláksson (gítar). Hljómsveitin lék á Akureyri og víða um norður og austurland.
Orion Quintet í Breiðfirðingabúð 1957 18) Orion Quintet í Breiðfirðingabúð 1957. Á myndinni eru Hjörleifur Björnsson (kontrabassi), Þórir Roff (trommur), Ellý Vilhjálms (söngkona), Eyþór Þorláksson (gítar), Sigurður Guðmundsson (píanó) og Andrés Ingólfsson (alto-sax).
Graciano Tarragó 19) Graciano Tarragó, kennari Eyþórs í Barcelona á árunum 1958 - 1965. Tarragó var prófesor við Conservatorio de Liceo í Barcelona og lék einnig á víólu með sinfóníuhljómsveit Barcelona. Hann skrifaði mikið af verkum og kennslubókum fyrir gítar og einnig kennslubók fyrir víólu. Hann ferðaðist mikið um Spán og víðar við tónleikahald. Dóttir hans Renata Tarragó er þekktur gítarleikari og hefur gefið út margar hljómplötur.
Eyþór við æfingar í Barcelona á Calle America 1958 20) Eyþór við æfingar í Barcelona á Calle America 1958. Eyþór stundaði nám hjá Tarragó á árunum 1958 - 1959 og einnig af og til fram til ársins 1966. Í Barcelona bjó Eyþór á heimili Juan Jose Belles hljóðfæraleikara og léku þeir saman í hljómsveit Jose Matas.
Hljómsveit Jose Matas 21) Hljómsveit Jose Matas á Hostal de la Gavina í S'Agaró á Costa Brava 1958. Þarna var leikið yfir sumartímann. Klúbburinn hét Club de Garbi og var staðsettur í garði Hostal de la Gavina sem er fimm stjörnu luxus hótel. Á myndinni eru Enrique Cifuentes (kontrabassi), Jose Matas (víbrafónn), Juan Torres (fiðla), Eyþór Þorláksson (gítar) og Juan Jose Belles (trommur).
Hljómsveit Jose Matas 1959 22) Hljómsveit Jose Matas 1959, Embassy Club Barcelona. Meðlimir hljómsveitarinar voru Jose Matas (píanó), Enrique Cifuentes (kontrabassi), Jose Farreras (trommur), Juan Torres (fiðla og söngur) og Eyþór Þorláksson (gítar).
Ljósmynd af Eyþóri eftir Jón K. Sæmundsson 1960 23) Ljósmynd af Eyþóri eftir Jón K. Sæmundsson 1960. Á þessum árum lék Eyþór víða á skemmtunum og tónleikum, einnig í kaffitíma Sjálfstæðishúsins við Austurvöll.
Eyþór á tónleikum í Austurbæjarbíó 1960 24) Eyþór á tónleikum í Austurbæjarbíó 1960. Á þessum tíma lék Eyþór í hljómsveit Svavars Gests í Sjálfstæðishúsinu og hélt hljómsveitinn marga tónleika og skemmtanir einnig stóð hljómsveitin fyrir útvarpsþáttunum Nefndu lagið sem Svavar Gests stjórnaði. Á sumrin ferðaðist hljómsveitin um landið og hélt skemmtanir og dansleiki.
Hljómsveit Svavars Gests 25) Hljómsveit Svavars Gests á tónleikaröð í Austurbæjarbíó með Deep River Boys 1960. Á myndinni eru: Sigurður Guðmundsson (píanó), Eyþór Þorláksson (gítar), Svavar Gests (trommur), Reynir Jónasson (tenor sax og harmónikka) og Hrafn Pálsson (bassi), ásamt Deep River boys.
Hljómsveit Svavars Gests 26) Hljómsveit Svavars Gests í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll (1960). Á myndinni eru: Gunnar Pálsson (bassi), Sigurður Guðmundsson (píanó), Svavar Gests (trommur), Reynir Jónasson (tenor sax og harmónikka), Sigurdór Sigurdórsson (söngur) og Eyþór Þorláksson (gítar).
Hljómsveit Svavars Gests 27) Hljómsveit Svavars Gests á tónleikum í Austurbæjarbíó 1960. Á myndinni eru: Reynir Jónasson (tenor sax og harmónikka), Sigurður Guðmundsson (píanó), Eyþór Þorláksson (gítar), Svavar Gests (trommur), Sigurdór Sigurdórsson (söngur) og Gunnar Pálsson (bassi).
Úr revíunni Eitt lauf 28) Úr revíunni Eitt lauf undir stjórn Gunnars Eyjólfssonar sem sýnd var í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll 1961-62. Á myndinni eru: Sigurdór Sigurdórsson, Anna María Jóhannsdóttir, Eyþór Þorláksson, Sigrún Hjálmarsdóttir, Didda Sveins, Tryggvi Karlsson og Reynir Jónasson.
Úr revíunni Eitt lauf 29) Úr revíunni Eitt lauf undir stjórn Gunnars Eyjólfssonar sem sýnd var í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll 1961-62. Á myndinni eru: Eyþór Þorláksson, Didda Sveins, Anna María Jóhannsdóttir og Sigrún Hjálmarsdóttir.
Orquesta de Monfort 30) Orquesta de Monfort, Night Club Cactus, Puerto de Pollenza, Mallorca sumarið 1961. Á myndinni eru Ramón Coll de Monfort (píanó), Amadeo Martorell (trommur), Didda Sveins "Silvia" (söngkona), Eyþór Þorláksson (gítar), Juan Ramis (alto-sax) og Baltasar Pocoví (kontrabassi).
Hljómsveit Ramón 31) Hljómsveit Ramón Coll de Monfort, Night Club Cactus, Puerto de Pollenza sumarið 1961. Á myndinni eru Eyþór Þorláksson, Juan Ramis, Baltasar Pocoví, Amadeo Martorell og Didda Sveins "Silvia".
Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar 32) Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar í Leikhúskjallaranum veturinn 1961. Á myndinni eru Trausti Thorberg (rafbassi), Didda Sveins (söngkona), Sigurður Guðmundsson (píanó) og Eyþór Þorláksson (gítar). Hljómsveitin lék flest kvöld vikunar allan veturinn.
Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar 33) Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar í Paguera á Mallorca sumarið 1962. Á myndinni eru Eyþór Þorláksson (gítar), Jorge Busquets (trommur), Didda Sveins (söngkona), Juan Ramis (alto-sax), Baltasar Pocoví (kontrabassi) og Ramón Ramis (píanó).
Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar 34) Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar í Paguera á Mallorca sumarið 1962. Á myndinni eru Ramón Ramis (píanó), Baltasar Pocoví (kontrabassi), Eyþór Þorláksson (gítar), Didda Sveins "Silvia" (söngkona), Juan Ramis (píanó) of Jorge Busquets (alto-sax).
Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar 35) Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar í Leikhúskjallaranum veturinn 1962. Meðlimir hljómsveitarinar voru Sigurður Guðmundsson (píanó), Eyþór Þorláksson (gítar), Didda Sveins (söngkona) og Trausti Thorberg (rafbassi). Hljómsveitin lék fyrir leikhúsgesti og á árshátiðum.
Eyþórs Combo á Röðli 1963 36) Eyþórs Combo á Röðli 1963. Hljómsveitina skipuðu Trausti Thorberg (rafbassi), Sigurður Guðmundsson (píanó), Didda Sveins (söngkona), Sverrir Garðarsson (trommur) og Eyþór Þorláksson (gítar). Hljómsveitin lék alla daga vikunnar nema miðvikudaga en vínveitingar voru ekki leyfðar á miðvikudögum á þessum tíma og voru þeir því kallaðir þurrir dagar.
Eyþórs Combo á Röðli 1963 37) Eyþórs Combo á Röðli veturinn 1964. Á myndinni eru Guðjón Pálsson (píanó), Sigurdór Sigurdórsson (söngur), Eyþór Þorláksson (gítar), Trausti Thorberg (rafbassi) og Sverrir Garðarsson (trommur).
Hljómsveit Jaime Ballester 38) Hljómsveit Jaime Ballester á Hótel Comodoro í Palma Nova á Mallorca sumarið 1964. Á myndinni eru Juan Coll (trommur), Didda Sveins "Silvia" (söngkona), Eyþór Þorláksson (gítar) og Jaime Ballester (píanó).
Eyþórs Combo 39) Eyþórs Combo á Röðli 1965. Á myndinni eru Sverrir Garðarsson (trommur), Sverrir Sveinsson (rafbassi), Didda Sveins (söngkona), Þórarinn Ólafsson (píanó) og Eyþór Þorláksson (gítar).
Hljómsveit Pedro Sanchez 40) Hljómsveit Pedro Sanchez á Títos, Palma de Mallorca mars - nóvember 1966, Didda Sveins "Silvia" (söngkona), Eyþór Þorláksson (gítar), Pinillo (kontrabassi), Amadeo (trommur), Andrés (píanó), Enrique (trompet) og Pedro Sanchez (alto-sax og hljómsveitarstjóri).
Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar 41) Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar 1966, Eyþór Þorláksson (gítar), Didda Sveins (söngkona), Sverrir Sveinsson (rafbassi) og Sverrir Garðarsson (trommur).
Tónleikar á Keflavíkurvelli 42) Tónleikar á Keflavíkurvelli 1966, Sverrir Sveinsson (rafbassi), Sverrir Garðarsson (trommur), Didda Sveins (söngkona og gítar) og Eyþór Þorláksson (gítar).
Hljómsveit Hauks Morthens 43) Hljómsveit Hauks Morthens í Kínverska garðinum 1969. Á myndinni eru: Sverrir Sveinsson (bassi), Eyþór Þorláksson (gítar), Haukur Morthens (söngur) og Guðni Þ. Guðmundsson (hammond orgel).
Hljómsveit Hauks Morthens 44) Hljómsveit Hauks Morthens í Átthagasal Hotel Sögu (ártal óvíst). Á myndinni eru: Sverrir Sveinsson (bassi), Guðmundur Emilsson (hammond orgel), Haukur Morthens (söngur) og Eyþór Þorláksson (gítar).
Hljómsveit Hauks Morthens 45) Hljómsveit Hauks Morthens á Hótel Sögu 1970. Á myndinni eru Guðmundur Emilsson (píanó), Haukur Morthens (söngur), Gunnar Ormslev (alto-sax), Eyþór Þorláksson (gítar), Sverrir Sveinsson (rafbassi) og Stefán Jökull (trommur).
Trausti Thorberg og Eyþór Þorláksson 46) Trausti Thorberg (gítar) og Eyþór Þorláksson (gítar) í Ölver Glæsibæ á dögum bjórlíkisins 1984. Á þessum tíma lék Eyþór með ýmsum tónlistarmönnum á ölkrám og smærri veitingastöðum, t.d. á Fógetanum og Gauk á stöng.
Eyþór, Trausti og Sveinn 47) Tónleikar á vegum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í samvinnu við Hafnarborg 1990. Á myndinni eru Eyþór Þorláksson, Trausti Thorberg og Sveinn Eyþórsson.
Sveinn Eyþórsson og Eyþór Þorláksson 48) Hótel Saga 1994, Minningartónleikar um Hauk Morthens, Sveinn Eyþórsson og Eyþór Þorláksson.